[sam_zone id=1]

Calais með góðan sigur í Frakklandi

Lið Hafsteins Valdimarssonar Calais hélt í gær til höfuðborgar Frakklands og lék þar gegn liði Antony í frönsku N2 deildinni þar í landi. Fyrirfram var búist við frekar auðveldum sigri Calais þar sem þeir eru í toppsæti deildarinnar á meðan Antony er á hinum enda töflunnar í 11. sæti.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Calais og náðu þeir fljótt góðri forystu í leiknum, uppgjafir og móttaka var að virka vel hjá liðinu og áttu þeir því ekki í miklum vandræðum í að skora stig hjá gestunum. Calais endaði á því að vinna fyrstu hrinuna 25-15

Önnur hrinan var síðan andstæða þeirrar fyrstu þar sem ekkert gekk upp hjá liði Calais en heimamenn nýttu sér meðbyrin og náðu góðu forskoti. Í stöðunni 17-10 fyrir Antony náðu gestirnir þó góðum spretti. Með góðum uppgjöfum frá Vedran Vulicevic náði liðið hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Þegar Vedran hætti að gefa upp var staðan orðinn 21-17 Calais í vil. Þessi 11 stiga sveifla hjálpaði Calais að vinna hrinuna 25-20.

Þriðja hrinan var síðan formsatriði fyrir Calais og ljóst að Antony átti ekki mikið eftir og vannst þriðja hrinan örugglega 25-9.

Hafsteinn Valdimarsson var í byrjunarliði Calais í þessum leik og átti hann frábæran leik fyrir Calais þar sem leikmenn Antony réðu ekkert við hann í sókninni og skoraði hann þar að vild.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu í deildinni má sjá hér.