[sam_zone id=1]

Zaksa sigraði Modena í frábærum leik

Í vikunni fór fram 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar karla.

Riðlakeppnin er nú rúmlega hálfnuð og verða síðustu tvær umferðir hennar æsispennandi í flestum riðlum. Í vikunni stóð hæst leikur Zaksa og Modena í B-riðli en þau berjast um 2. sætið þar á eftir Lube. Þá standa pólsku liðin PGE Skra Belchatów og Trefl Gdansk vel að vígi í E-riðli og gætu bæði farið áfram úr honum.

A-riðill

Zenit Kazan 3-1 Knack Roeselare (20-25, 25-18, 25-18, 25-20). Maxim Mikhailov skoraði 23 stig fyrir Zenit en Matthijs Verhanneman og Lou Kindt skoruðu 13 stig hvor fyrir Roeselare.

Halkbank Ankara 3-1 United Volleys Frankfurt (25-12, 23-25, 25-22, 25-21). Alen Sket skoraði 22 stig fyrir Ankara en Moritz Karlitzek skoraði 17 stig fyrir Frankfurt.

B-riðill

Zaksa Kedzierzyn-Kozle 3-1 Azimut Modena (22-25, 26-24, 25-21, 25-22). Lukasz Kaczmarek skoraði 25 stig fyrir Zaksa en Ivan Zaytsev skoraði 22 stig fyrir Modena.

Cucine Lube Civitanova 3-0 CEZ Karlovarsko (25-16, 25-18, 25-14). Yoandy Leal skoraði 16 stig fyrir Lube en Vojtech Patocka skoraði 6 stig fyrir Karlovarsko.

C-riðill

Zenit St. Petersburg 3-0 ACH Volley Ljubljana (25-19, 25-22, 25-19). György Grozer skoraði 19 stig fyrir Zenit en Petar Dirlic og Jan Pokersnik skoruðu 9 stig hvor fyrir Ljubljana.

VfB Friedrichshafen 2-3 Chaumont VB (19-25, 19-25, 25-22, 25-19, 14-16). Bartlomiej Boladz skoraði 17 stig fyrir Friedrichshafen en Martin Atanasov skoraði 20 stig fyrir Chaumont.

D-riðill

PGE Skra Belchatów 2-3 Greenyard Maaseik (16-25, 29-27, 25-16, 21-25, 12-15). Milad Ebadipour skoraði 17 stig fyrir Skra en Jolan Cox skoraði 24 stig fyrir Maaseik.

Berlin Recycling Volleys 0-3 Trefl Gdansk (20-25, 21-25, 36-38). Kyle Russell skoraði 16 stig fyrir Berlin en Maciej Muzaj skoraði 18 stig fyrir Gdansk.

E-riðill

Sir Colussi Sicoma Perugia 3-0 Tours VB (25-20, 25-20, 25-19). Filippo Lanza skoraði 11 stig fyrir Perugia en Hermans Egleskalns skoraði 9 stig fyrir Tours.

Arkas Izmir 0-3 Dinamo Moscow (22-25, 16-25, 18-25). Adis Lagumdzija skoraði 15 stig fyrir Arkas en Dick Kooy skoraði 14 stig fyrir Dinamo.