[sam_zone id=1]

KA eru Deildarmeistarar karla 2019

KA varð í dag Deildarmeistari karla árið 2019, án þess að spila leik.

KA er á toppi Mizunodeildar karla með 32 stig eftir 12 leiki en KA hefur aðeins tapað einum leik í vetur.

Í 2.sæti er HK með 18 stig eftir 12 leiki og varð ljóst eftir tap þeirra gegn Aftureldingu í kvöld að þeir geta ekki náð KA að stigum. KA eru því orðnir Deildarmeistarar án þess að spila leik.

KA er þar með að tryggja sér sinn 7unda deildarmeistaratitil í meistaraflokki karla. KA jafna þar með ÍS og Þrótt Reykjavík sem öll hafa unnið 7 deildarmeistaratitla. Aðeins Stjarnan hefur unnið fleiri eða 8 talsins. Þá hafa KA í heildina unnið 20 titla í meistaraflokki karla.

KA hafa haft mikla yfirburði í vetur og hafa stillt upp sterku liði. Fyrir tímabilið fékk KA til liðs við sig stigahæsta leikmann mizunodeildarinnar 2017/2018, Miguel Mateo Castrillo frá Þrótti Nes. Þá fékk liðið einnig spánverjann Stefano Nassino Hidalgo. Þá hélt bandaríkjamaðurinn og fyrirliði KA, Mason Casner áfram eftir að hafa komið til KA fyrir tímabilið 2017/2018.

Við óskum KA til hamingju með fyrsta titil vetrarins!