[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad hóf nýja árið á sigri

Hylte/Halmstad tók á móti Degerfors í fyrsta leik sínum á nýju ári. Hylte/Halmstad þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda í við toppliðin tvö Engelholm og Örebro.

Hylte/Halmstad hóf leikinn vel og sigraði fyrstu tvær hrinur leiksins, þó eftir mikla baráttu frá gestunum sem ætluðu ekki að gefa neitt eftir. Fyrsta hrinan vannst 25-21 og sú önnur 25-20.

Gestirnir áttu hinsvegar ekki mikið eftir fyrir síðustu hrinuna og keyrði Hylte/Halmstad yfir gestina í þessari hrinu. Uppgjafirnar voru sterkar og áttu Degerfors í stökustu vandræðum með að koma boltanum í gólf andstæðingana.

Hylte/Halmstad byrjar því nýja árið vel og fylgir í humátt á eftir toppliðunum tveimur.

Því miður er enginn tölfræði aðgengileg enþá úr leiknum og vitum við því ekki hvort Jóna Guðlaug hafi tekið þátt í þessum leik eða hvernig henni gekk.