[sam_zone id=1]

U16 ára lið stúlkna spilar um 5.sætið

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri tapaði í dag gegn Færeyjum í 8 liða úrslitum á Evrópumóti U16 sem fram fer í Færeyjum.

Stelpurnar mættu í gær Finnlandi og Svíðþjóð og töpuðust þeir leikir báðir 3-0. Stelpurnar áttu hinsvegar fínan leik gegn þeim færeysku í dag þrátt fyrir 3-1 tap ( 25-17, 25-18, 20-25, 25-21 ).

Lárus Jón Thorarensen aðstoðar þjálfari Íslands sagði að stelpunum hefði gengið illa í byrjun leiks, mikið stress og óþarfa klaufamistök. Þegar stelpurnar áttuðu sig á því að þær hefðu engu að tapa þá gekk þeim betur en það reynist því miður of seint.

Góð og mikil lexía úr þessum leik og stefnan sett á að taka síðasta leikinn á morgun

Stelpurnar mæta Írlandi í leik um 5.sætið á morgun en þær írsku töpuðu 3-0 gegn Svíþjóð fyrr í dag.

Þjálfarateymi Íslands á mótinu, f.v. Kristín Reynisdóttir sjúkraþjálfari, Linda Björg Helgadóttir liðsstjóri, Lárus Jón Thorarensen aðst. þjálfari og Sladjana Smiljanic þjálfari