[sam_zone id=1]

U16 stelpurnar hófu leik á EM

Stúlknalandslið Íslands í flokki U16 hóf í dag leik á Evrópumóti sem fram fer í Færeyjum.

Liðið átti tvo leiki í dag og var fyrri leikurinn gegn Finnlandi, sem sendir oft á tíðum gríðarsterk lið til leiks. Leiknum lauk með 3-0 sigri Finnlands (25-11, 25-11, 25-14) en leikurinn fór fram eldsnemma í morgun. Liðið lék svo annan leik klukkan 13 þegar það mætti Svíþjóð. Sá leikur tapaðist einnig 3-0 (25-13, 25-12, 25-14) en fór frammistaðan batnandi hjá íslenska liðinu.

Stelpurnar spila aftur á morgun en ekki er ljóst hverjir andstæðingarnir verða. Ísland lauk þessari stuttu riðlakeppni í 3. sæti síns riðils og mætir því 2. sæti hins riðilsins á morgun. Í þeim riðli eru lið Færeyja, Írlands og Danmerkur. Allir leikir mótsins eru sýndir á Flogbóltsvarpinu og má finna það með því að smella hér.