[sam_zone id=1]

Kvennalandsliðið mætt til Maribor eftir brösulegt ferðalag

Kvennalandslið Íslands er loks komið á áfangastað eftir heldur brösulegt ferðalag til Slóveníu en flugi liðsins frá Þýskalandi til Austurríkis var aflýst vegna veðurs.

Þá var ákveðið að fljúga frá München til Frankfurt og svo þaðan til Graz í Austurríki, frá Graz var svo að lokum tekin rúta til Maribor í Slóveníu.

Eftir langt og strangt ferðalag skiluðu stelpurnar sér loks á áfangastað og mætti segja að undirbúningur liðsins fyrir leikinn á morgun sé ekki eins og best verður á kosið eftir hátt í 20 tíma ferðalag.

Stelpurnar eiga leik gegn Slóveníu á morgun og hefst hann kl 18:00 að íslenskum tíma.