[sam_zone id=1]

Karlalandsliðið æfir í Belgíu

Karlalandslið Íslands æfir þessa dagana í Belgíu og býr sig undir leiki gegn Moldavíu og Slóvakíu.

Liðið hélt út aðfaranótt 2. janúar og gistir hópurinn í Brussel. Þar verður æft en einnig verður ferðast til bæjarins Vosselaar sem er í um klukkustundar fjarlægð frá Brussel. Þar fara fram æfingar auk þess sem liðið leikur æfingaleik. Þann 5. janúar verður svo haldið áfram til Chisinau, höfuðborgar Moldavíu.

Útileikur Íslands í Moldavíu fer fram í höfuðborginni þann 6. janúar . Eftir leikinn heldur liðið heim til Íslands og leikur svo lokaleik sinn í undankeppni EM á heimavelli. Ísland mætir Slóvakíu 9. janúar í Digranesi. Leikmannahópurinn í Moldavíu lítur svona út :


4. Kristján Valdimarsson
7. Theódór Óskar Þorvaldsson
8. Hafsteinn Valdimarsson
9. Alexander Arnar Þórisson
11. Ævarr Freyr Birgisson
12. Benedikt Tryggvason
14. Galdur Máni Daviðsson
15. Sigþór Helgason
16. Máni Matthíasson
19. Ragnar Ingi Axelsson
20. Arnar Birkir Björnsson

Þjálfari : Christophe Achten

Aðstoðarþjálfari : Massimo Pistoia