[sam_zone id=1]

Modena sigraði Zaksa

Í vikunni fór önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar karla fram með 10 leikjum. 

Riðlarnir eru 5 talsins og eru þeir missterkir eins og gengur og gerist í slíkum keppnum. Í B-riðli eru þrjú gríðarsterk lið (Lube, Modena og Zaksa) og verður mikil spenna milli þessara þriggja um þátttökurétt í útsláttarkeppninni. Þá er C-riðill líklega sá jafnasti þegar kemur að styrk liðanna en þar er nokkuð um óvænt úrslit og margt eftir að koma betur í ljós.

Þau lið sem enn eru með fullt hús stiga eru ítölsku liðin Perugia og Lube, auk Zenit Kazan frá Rússlandi.

A-riðill

Knack Roeselare 1-3 Zenit Kazan (18-25, 25-20, 23-25, 19-25). Lou Kindt skoraði 17 stig fyrir Roeselare en Earvin Ngapeth skoraði 21 stig fyrir Zenit.

United Volleys Frankfurt 3-0 Halkbank Ankara (25-18, 25-19, 25-23). Moritz Karlitzek skoraði 14 stig fyrir United Volleys en Drazen Luburic skoraði 11 stig fyrir Halkbank.

B-riðill

CEZ Karlovarsko 0-3 Cucine Lube Civitanova (16-25, 18-25, 14-25). Filip Rejlek skoraði 7 stig fyrir Karlovarsko en Tsvetan Sokolov skoraði 13 stig fyrir Lube.

Azimut Modena 3-1 Zaksa Kedzierzyn-Kozle (25-23, 25-21, 22-25, 26-24). Ivan Zaytsev skoraði 18 stig fyrir Modena en Lukasz Kaczmarek gerði hið sama fyrir Zaksa.

C-riðill

ACH Volley Ljubljana 2-3 Zenit St. Petersburg (19-25, 21-25, 25-19, 25-21, 14-16). Petar Dirlic skoraði 25 stig fyrir Ljubljana en Oreol Camejo skoraði 24 stig fyrir Zenit.

Chaumont VB 3-0 VfB Friedrichshafen (25-15, 25-23, 25-18). Matej Patak skoraði 14 stig fyrir Chaumont en David Sossenheimer skoraði 10 stig fyrir Friedrichshafen.

 D-riðill

Greenyard Maaseik 3-0 PGE Skra Belchatów (25-21, 25-22, 29-27). Jolan Cox skoraði 21 stig fyrir Maaseik en Mariusz Wlazly skoraði 15 stig fyrir Skra.

Trefl Gdansk 3-0 Berlin Recycling Volleys (26-24, 25-19, 25-18). Milosz Hebda skoraði 18 stig fyrir Gdansk en Adam White skoraði 13 stig fyrir Berlin.

E-riðill

Tours VB 1-3 Sir Colussi Sicoma Perugia (19-25, 25-16, 19-25, 25-27). Hermans Egleskalns skoraði 20 stig fyrir Tours en Wilfredo Leon skoraði 24 stig fyrir Perugia.

Dinamo Moscow 3-0 Arkas Izmir (25-23, 25-20, 25-15). Romanas Shkulyavichus skoraði 16 stig fyrir Dinamo en Adis Lagumdzija skoraði 13 stig fyrir Arkas.