[sam_zone id=1]

Kristján Valdimarsson er blakmaður ársins 2018

Kristján Valdimarsson hefur verið valinn blakmaður ársins 2018 af stjórn BLÍ.

Kristján leikur með liði BK Tromsø í Noregi og er á sínu þriðja tímabili með liðinu. Kristján er mikilvægur leikmaður í liðinu og hefur verið byrjunarliðsmaður síðan hann kom til félagsins.

Lið BK Tromsø lauk deildakeppninni í 2. sæti og fékk einnig silfur í bikarkeppninni. Liðið tapaði svo í undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir hörkueinvígi gegn Førde.

Kristján hefur verið mikilvægur leikmaður karlalandsliðs Íslands undanfarin ár og varð engin breyting á því árið 2018. Kristján lék með liðinu í undankeppni EM þar sem Ísland mætti Slóvakíu, Moldavíu og Svartfjallalandi. Kristján hefur nú leikið 70 leiki fyrir Íslands hönd.