[sam_zone id=1]

Álftanes og Afturelding mætast í Kjörísbikar kvenna

Rétt í þessu var dregið í 3. umferð Kjörísbikars kvenna á blaðamannafundi BLÍ, sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Í pottinum voru 6 úrvalsdeildarlið auk fjögurra liða úr neðri deildum. Úrvalsdeildarliðin voru Afturelding, HK, Álftanes, Völsungur, KA og Þróttur Reykjavík. Auk þeirra voru lið Ýmis, Álftaness 2, Hauka og Keflavíkur í pottinum. Bikarmeistarar Þróttar Nes sitja hjá. Hér að neðan má sjá viðureignir 3. umferðarinnar :

Haukar – Þróttur Reykjavík

Álftanes – Afturelding

Álftanes 2 – KA

Þar með sitja eftirfarandi lið, auk Þróttar Nes, hjá : Ýmir – HK – Keflavík – Völsungur