[sam_zone id=1]

Blaðamannafundur BLÍ verður haldinn á morgun

BLÍ mun halda blaðamannafund í hádeginu á morgun þar sem meðal annars verður tilkynnt um blakfólk ársins 2018.

Boðað hefur verið til fundar og fer hann fram í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, fimmtudaginn 20. desember klukkan 12:15. Á dagskrá er dráttur í 3. umferð Kjörísbikars kvenna en einnig verður tilkynnt um lið fyrri hluta tímabilsins í Mizunodeildum karla og kvenna. Að lokum verður blakfólki ársins veitt viðurkenning fyrir góðan árangur á árinu 2018.

Í bikarpottinum eru 10 lið en auk þeirra er Þróttur Nes sem situr hjá. Liðin eru eftirfarandi : Afturelding – HK – Álftanes – Völsungur – KA – Þróttur R – Ýmir – Álftanes 2 – Haukar – Keflavík

Tilnefndir eru 3 leikmenn í hverja stöðu og má sjá allar tilnefningar hér :

Mizunodeild kvenna

Kantur

Rut Gomez (Völsungur)
Elísabet Einarsdóttir (HK)
Helena Kristín Gunnarsdóttir (KA) 

Miðja

Særún Birta Eiríksdóttir (Þróttur N.)
Hanna María Friðriksdóttir (HK)
Ashley Boursiqout (Völsungur)

Uppspilari

Edda Björk Ásgeirsdóttir (HK)
María José Ariza Sánchez (KA)
Matthildur Einarsdóttir (HK) 

Díó

Paula Del Olmo Gomez (KA)
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir (Þróttur N.)
Eldey Hrafnsdóttir (Þróttur R.)

Frelsingi

Valdís K. Þorvarðardóttir (Þróttur N.)
Kristina Apostolova (Afturelding)
Steinunn Helga Björgólfsdóttir (HK) 

Þjálfari

Borja Gonzalez Vicente (Þróttur N.)
Emil Gunnarsson (HK)
Ingólfur Hilmar Guðjónsson (Þróttur R.)

Mizunodeild karla

Kantur

Theódór Óskar Þorvaldsson (HK)
Róbert Karl Hlöðversson (Álftanes)
Miguel Angel Ramos Melero (Þróttur N.)

Miðja

Ismar Hadziredzepovic (HK)
Stefano Nassini Hidalgo (KA)
Mason Casner (KA) 

Uppspilari

Filip Pawel Szewczyk (KA)
Lúðvík Már Matthíasson (HK)
Matthew Gibson (Álftanes) 

Díó

Radoslaw Rybak (Afturelding)
Andreas Hilmir Halldórsson (HK)
Miguel Mateo Castrillo (KA) 

Frelsingi

Ragnar Ingi Axelsson (Álftanes)
Arnar Birkir Björnsson (HK)
Kári Hlynsson (HK) 

Þjálfari

Massimo Pistoia (HK)
Filip Pawel Szewczyk (KA)
Matthew Gibson (Álftanes) 

Til að ljúka fundinum verður val á blakfólki ársins 2018 kunngjört og veittar viðurkenningar fyrir árangur þeirra á árinu.