[sam_zone id=1]

Lokahópur U-16 kvenna tilkynntur

Valinn hefur verið lokahópur U-16 landsliðs kvenna sem fer til Færeyja þann 3. janúar næstkomandi.

Greint var frá því á heimasíðu BLÍ í dag hvaða leikmenn myndu taka þátt í næsta verkefni U-16 landsliðs kvenna. Hópurinn mætir liðum frá N-Evrópu en þá 12 leikmenn sem halda út með liðinu má sjá hér að neðan.

Agnes Björk Ágústsdóttir, Völsungi
Anna Brynja Agnarsdóttir, BF
Anna Móberg Herbertsdóttir, Þrótti Nes
Embla Rós Ingvarsdóttir, Þrótti Nes
Gígja Ómarsdóttir, Þrótti Nes
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Völsungi
Helena Einarsdóttir, HK
Lejla Sara Hadziredzepovic, HK
Rebekka Sunna Sveinsdóttir, Aftureldingu
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestra
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, Vestra

Þjálfarar liðsins eru Sladjana Smiljanic og Lárus Jón Thorarensen. Við óskum leikmönnum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.