[sam_zone id=1]

Tromsø með sigur í síðasta leik fyrir jól

Íslendingaliðið Tromsø með landsliðsmennina Kristján og Mána innanborðs spilaði í gær sinn síðasta leik fyrir jól gegn Stod. Miðað við stöðuna í deildinni mátti reikna með auðveldum sigri Tromsø, en þeir hafa verið að glíma við mikið af meiðslum og vantaði því marga menn í liðið í þessum leik og því mátti búast við spennandi leik. Sú varð samt ekki raunin því að Tromsø vann frekar auðveldan 3-0 sigur.

Tromsø byrjaði betur í fyrstu hrinunni en Stod voru samt aldrei langt á undan og var hrinan frekar jöfn, Stod ná svo að jafna í stöðunni 20-20 en lengra komust þeir ekki því að Tromsø voru sterkari í lokinn og unnu 25-21.
Tromsø byrjaði einnig betur í annari hrinunni og sýndu allar sínar bestu hliðar. Það skilaði góðu forskoti þegar leið á hrinuna þannig að Tromsø gátu leyft yngri mönnum að fá tækifæri sem þeir nýttu vel en Tromsø kláruðu hrinuna 25-19.
Síðasta hrinan var svo svipuð annari hrinunni en Tromsø byrjuðu mun betur og gerðu útum vonir Stod á einhverri endurkomu snemma. Þeir gátu svo aftur leyft sér að gefa öllum tækifæri í þessari hrinu en Tromsø klaraði hana 25-20 og þarmeð leikinn 3-0.

Kristján og Máni voru að vanda í byrjunarliðinu og stóðu sig mjög vel, Máni stjórnaði spilinu mjög vel og skoraði sjálfur 6 stig þar af 4 ása, Kristján gerði 10 stig í leiknum og fékk að launum nafnbótina maður leiksins.
Góður endir á árinu hjá Tromsø sem að sitja nú í 2. sætinu með aðeins einn tapleik fyrir áramót.