[sam_zone id=1]

HM félagsliða 2018 hafið hjá konunum

HM félagsliða lauk um helgina hjá körlunum þegar ítalska liðið Trentino bar sigur úr bítum, í gær hófst síðan þessi sama keppni hjá konunum. Leikið er í Shaoxing í Kína og eru 8 lið sem taka þátt í keppninni.
Nú þegar hafa liðin leikið tvo leiki í riðlakeppninni og eru það tvö efstu lið hvor riðils sem fara áfram í undanúrslit.

Riðill A

Vakifbank Istanbul, Tyrkland
Minas Tenis Clube, Brasilía
Volero Le Cannet, Frakkland
Zhejiang, Kína

Í þessum riðli hafa Vakifbank og Minas Tenis farið vel á stað og eru búinn að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar þessi lið mætast innbyrgðis á föstudaginn og ræðst þá hvaða lið endar í efsta sæti riðilsins .

Minas Tenis-Volero Le Cannet 3-2 (17-25, 25-20, 25-16, 17-25, 16-14)
Stigahæstar: Heidy Alvarez Cannet 25 stig, Caroline Gattaz Minas 19 stig.

Zhejiang-Vakifbank Istanbul 0-3 (20-25, 13-25, 13-25)
Stigahæstar: Ebrar Karakurt Vakifbank 17 stig, Kaiyi Ren Zhejiang 8 stig.

Vakifbank Istanbul-Volero Le Cannet 3-0 (25-21, 25-15, 25-17)
Stigahæstar: Zhu Ting Vakifbank 23 stig, Ana Bjelica Volero 15 stig.

Zhejiang- Minas Tenis 1-3 (11-25, 25-21, 10-25, 17-25)
Stigahæstar: Gabriela Braga Minas 28 stig, Yanhan Liu Zhejiang 11 stig.

Riðill B

Eczacibasi Vitra Istanbul, Tyrkland
Praia Clube, Brasilía
Supreme Chonburi, Tæland
Altay Volleyball Club, Kazakstan

Eins og í A-riðlinum er orðið ljóst eftir fyrstu tvo leikina hvaða lið fara áfram í undanúrslit og eins og í A-riðlinum eru það liðin tvö frá Tyrklandi og Brasilíu sem eru búinn að tryggja sig áfram. Það hefur ekki verið mikil spenna í leikjunum í þessum riðli og hafa allir leikirnir endað með 3-0 sigri, ekki nóg með það heldur hefur tapliðið einungis einu sinni náð yfir 20 stig í hrinu.

Supreme Chonburi-Praia 0-3 (22-25, 16-25, 14-25)
Stigahæstar: Ana Carolina Praia 13 stig, Pleumjit Thinkaow Chonburi 12 stig.

Eczacibasi Vitra Istanbul-Altay 3-0 (25-10, 25-11, 25-15)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Eczacibasi 19 stig, Natalya Mammadova Altay 10 stig.

Praia-Altay 3-0 (25-14, 25-16, 25-17)
Stigahæstar: Nicole Fawcett Praia 19 stig, Sana Anarkulova Altay 11 stig.

Supreme Chonburi-Eczacibasi Vitra Istanbul 0-3 (15-25, 11-25, 17-25)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Eczacibasi 16 stig, Wipawee Srithong Chonburi 11 stig.

Síðasta umferðin klárast síðan á föstudaginn þannig liðin fá nú einn dag í hvíld. Ræðst þá hvaða lið mætast í undanúrslitum keppninnar sem fara fram laugardaginn og úrslitin sjálf verða síðan leikinn á sunnudaginn.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.