[sam_zone id=1]

Allur aðgangseyrir úr viðureignum Aftureldingar og HK rennur í málefnið #egabaraeittlif

Á miðvikudaginn fer fram tvíhöfði í Mosfellsbæ þegar Afturelding tekur á móti HK í Mizunodeild karla og kvenna.

Afturelding hefur ákveðið að allur aðgangseyrir úr leikjunum renni í málefnið #egabaraeittlif sem er minningarsjóður Einars Darra Óskarssonar sem varð bráðkvaddur aðeins 18 ára gamall. Nánar um málefnið hér.

Leikirnir eru eftirfarandi:

Afturelding – HK , 18::30 – Mizunodeild kvenna , Varmá
Afturelding – HK , 20:30 – Mizunodeild karla , Varmá

Við hvetjum alla til að mæta á leikina og styrkja gott málefni í leiðinni.