[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad með sterkan útisigur

Hylte/Halmstad fór í heimsókn til Gislaved í sænsku úrvalsdeildinni í blaki í dag og mætti þar liði Gislaved. Bæði lið þurftu á sigrinum að halda en þau eru í harðri barráttu í að halda við toppliðin tvö Engelholm og Örebro og sitja þau í sætunum þar á eftir.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari í þessari fyrstu hrinu, Hylte/Halmstad reyndu eins og þær gátu að saxa á forskot Gislaved en heimaliðið var öruggt í sínum aðgerðum og kláraði fyrstu hrinuna 25-19.

Það var allt annað lið sem mætti á völlinn hjá Hylte/Halmstad og voru þær mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Það skilaði sér í öruggum sigri í hrinunni 25-15 og leikurinn þar með orðinn jafn 1-1.
Hylte/Halmstad voru komnar á bragðið og ljóst að þær ætluðu ekki að gefa neitt eftir í næstu tveimur hrinum. Þær héldu áfram góðu spili og átti Gislaved fá svör við leik gestanna. Hylte/Halmstad endaði á því að vinna næstu tvær hrinur 25-17 og 25-18 og þar með leikinn 3-1.

Hylte/Halmstad styrkti þar með stöðu sína í þriðja sætinu en þær náðu ekki að saxa á forskot toppliðanna sem unnu bæði sína leiki.

Jóna Guðlaug lék allan leikinn í byrjunarliði Hylte/Halmstad í dag, því miður er tölfræðin ekki kominn inn hjá þeim í Svíþjóð og því vitum við ekki á þessari stundu hvað hún skoraði mörg stig í leiknum.

Nánari upplýsingar má sjá hér.