[sam_zone id=1]

Fakel Novy Urengoy tryggðu sér brons

Asseco Resovia og Fakel Novy Urengoy mættust í dag í bronsleik HM félagsliða.

Resovia höfðu tapað gegn Lube í gær og Fakel töpuðu gegn Trentino. Því mættust liðin í bronsleik mótsins og það var lið Resovia sem byrjaði betur. Þeir sigruðu fyrstu hrinu sannfærandi, 25-19, en Fakel komu þá sterkir til baka. Þeir jöfnuðu leikinn með því að vinna aðra hrinu 20-25 og bættu svo um betur þegar þeir sigruðu þriðju hrinuna eftir mikla spennu. Henni lauk 23-25 og Resovia komnir með bakið upp við vegginn.

Fjórða hrinan var hnífjöfn og skildi lítið á milli liðanna. Að lokum sigraði Fakel þó hrinuna 23-25 og tryggði sér bronsverðlaunin með 1-3 sigri í leiknum. Thibault Rossard skoraði 17 stig fyrir Resovia en Artur Udrys skoraði 15 stig fyrir Fakel. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 19:30 og þar mætast ítölsku liðin Lube og Trentino.