[sam_zone id=1]

Aaron Russell valinn MVP

Verðlaunaafhending fór fram beint eftir úrslitaleik HM félagsliða þar sem að bestu leikmennirnir fengu viðurkenningar fyrir spilamennsku sína.

Eins og við var að búast eru flestir leikmennirnir úr liðunum tveimur sem léku til úrslita. Lið Lube og Trentino áttu hvort um sig 3 leikmenn í liði mótsins og auk þess var Aaron Russell, kantmaður Trentino, valinn besti leikmaður mótsins. Hann var stigahæsti leikmaður úrslitaleiksins og átti frábært mót í alla staði. Hér að neðan má sjá lið mótsins í heild sinni :

Kantar

Uros Kovacevic (Trentino Volley) – Dmitry Volkov (Fakel Novy Urengoy)

Miðjur

Robertlandy Simon Aties (Cucine Lube Civitanova) – Dragan Stankovic (Cucine Lube Civitanova)

Uppspilari

Simone Giannelli (Trentino Volley)

Díó

Tsvetan Sokolov (Cucine Lube Civitanova)

Frelsingi

Jenia Grebennikov (Trentino Volley)

MVP

Aaron Russell (Trentino Volley)