[sam_zone id=1]

Völsungur sigraði Þrótt Neskaupstað

Völsungur tók á móti Þrótti Nes í Mizunodeild kvenna í dag en leikurinn fór fram á Húsavík.

Úrslit leiksins verða að koma nokkuð á óvart en Völsungur vann nokkuð öruggt 3-0 (25-17, 25-18, 26-24). Þróttur Nes hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og því óvænt að sjá þær tapa 3-0. Völsungur hefur hinsvegar verið að sækja í sig veðrið í vetur og úrslitin því merki um það.Völsungur náði nokkuð góðum tökum á leiknum strax í fyrstu hrinu en oft á tíðum var munurinn á liðunum töluverður. Önnur hrina var jafnari til að byrja með en fljótt fór aftur að sjá mun á liðunum þegar Völsungur náði tökum á leiknum á ný.

Þróttarar byrjuðu hinsvegar þriðju hrinu af miklum krafti en dugði það skammt. Undir miðja hrinu náði Völsungur að jafna og slepptu þær ekki taki á hrinunni eftir það. Völsungur fór að lokum með sigur 26-24.

Stigahæst í leiknum var Ashley Boursiquot leikmaður Völsungs með 14 stig. Stigahæst í liði Þróttar Nes var Laura Ortega með 10 stig.