[sam_zone id=1]

KA stúlkur enn á toppi Mizuno

Seinni leikur dagsins í í Fagralundi var viðureign HK og KA í Mizunodeild kvenna. Fyrir leikinn voru KA stúlkur efstar í deildinni með 16 stig eftir 6 leiki og HK í öðru sæti deildarinnar með 15 stig eftir 5 leiki.

Lið KA mætti ekki til leiks í fyrstu hrinu og komst lið HK í 7-0, með sterkum sóknarleik frá Elísabetu Einarsdóttur. KA stúlkur mættu til leiks hægt og rólega og þegar HK var 20-15 yfir kom öflugur kafli frá gestunum sem skoruðu næstu 8 stig hrinunnar, sem voru þar af fjórir ásar frá Paulu Del Olmo Gomez. KA kláruði hrinuna 25-21 eftir frábæran viðsnúning.

KA byrjaðu aðra hrinu betur og hélt forskoti þangað til að HK jafnaði 12-12. HK fékk næstu 3 næstu stig hrinunnar eftir 3 ása í röð frá Hönnu Maríu Friðriksdóttur. HK hélt áfram að auka forskotið, en KA strúlkur jöfnuðu 20-20 og komust svo yfir 23-21. Lið HK sýndi mikinn karakter á lokametrum hrinunnar og kláruðu hana 25-23.

Það er hægt að segja að KA hafi reykspólað yfir gestgjafana í þriðju hrinu. Í Stöðunni 5-3 fyrir KA fór Hulda Elma Eysteinsdóttir í uppgjöf og virtist kunna vel við sig þar. KA fékk næstu 12 stig hrinunnar, þar af fimm úr ásum frá Huldu Elmu. Ekkert gekk upp hjá HK stúlkum í hrinunni sem KA kláraði örugglega 25-7.

HK stúlkur komu hausnum í gang aftur í fjórðu hrinu og héldu góðri forystu framan af og virtust ætla að taka hrinuna. KA stúlkur voru hvergi hættar samt sem áður og jöfnuðu 18-18 og unnu loks hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-1.

Stigahæstar í liðið KA voru Paula Del Olmo Gomez með 19 stig og Hulda Elma Eysteindóttir með 17. Elísabet Einarsdóttir var stigahæst HK kvenna með 20 stig og Hanna María Friðriksdóttir var með 10 stig.

Liðin mætast aftur á morgun í Fagralundi klukkan 15.