[sam_zone id=1]

Ítalskur úrslitaleikur á HM

Undanúrslit HM félagsliða fóru fram í dag og munu ítölsku liðin Lube og Trentino mætast í úrslitunum á morgun.

Í fyrri leik dagsins mættust Lube frá Ítalíu og Resovia frá Póllandi en Lube höfðu enn ekki tapað leik í mótinu. Resovia byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinu 29-31. Þeir höfðu einnig 12-16 forystu í annarri hrinu en þá hófst endurkoma Lube. Þeir völtuðu yfir Resovia það sem eftir var af annarri hrinu, sem og alla þriðju hrinu. Þær unnu Lube 25-19 og 25-14. Fjórða hrinan var svo æsispennandi en að lokum tryggði Tsvetan Sokolov sigurinn með góðri sókn.

Þá var komið að viðureign Fakel Novy Urengoy og Trentino Volley. Fakel byrjuðu vel og unnu fyrstu hrinu 25-22. Þá snerist leikurinn hins vegar við og Trentino var eftir þetta með leikinn í höndum sér. Þeir sigruðu næstu þrjár hrinur sannfærandi og tryggðu sér 3-1 sigur og sæti í úrslitum. Þar mæta þeir Lube og er því ljóst að heimsmeistarar félagsliða verða frá ítalskir þetta árið. Í bronsleiknum mætast svo Fakel Novy Urengoy og Asseco Resovia.

Úrslit dagsins

Cucine Lube Civitanova 3-1 Asseco Resovia (29-31, 25-19, 25-14, 25-23). Tsvetan Sokolov og Osmany Juantorena skoruðu 18 stig hvor fyrir Lube en Thibault Rossard skoraði 19 stig fyrir Resovia.

Fakel Novy Urengoy 1-3 Trentino Volley (25-22, 14-25, 16-25, 19-25). Artur Udrys skoraði 18 stig fyrir Fakel en Uros Kovacevic gerði slíkt hið sama og skoraði 18 stig fyrir Trentino.

Leikir morgundagsins

16:30 Asseco Resovia – Fakel Novy Urengoy (Brons)

19:30 Cucine Lube Civitanova – Trentino Volley (Úrslit)