[sam_zone id=1]

Lube og Trentino enn ósigruð

Í gær lauk riðlakeppni HM félagsliða með fjórum leikjum. Lítið var í húfi og því var ekki mikið um spennuleiki.

Fyrir gærdaginn var ljóst hvaða fjögur lið færu áfram í undanúrslit og hvaða fjögur lið hefðu lokið keppni. Því kom það ekki á óvart að sum liðin gerðu miklar breytingar á liðum sínum. Liðin sem voru enn inni í keppninni spiluðu nokkurn veginn á sínum bestu mönnum en þau lið sem áttu ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum leyfðu minni spámönnum að spreyta sig. Ítölsku liðin Lube og Trentino sigruðu bæði og hafa unnið alla þrjá leiki sína. Þá unnu Zenit Kazan og Sada Cruzeiro sína fyrstu leiki.

Mariusz Wlazly, leikmaður Skra, var heiðraður fyrir leik liðsins gegn Zenit Kazan en í gær voru nákvæmlega 15 ár frá því þessi frábæri leikmaður lék sinn fyrsta leik fyrir lið Skra Belchatów.

Úrslit gærdagsins

A-riðill

Fakel Novy Urengoy 0-3 Cucine Lube Civitanova (17-25, 18-25, 19-25). Artur Udrys skoraði 8 stig fyrir Fakel en Osmany Juantorena skoraði 14 stig fyrir Lube.

Skra Belchatów 1-3 Zenit Kazan (16-25, 25-17, 27-29, 21-25). Jakub Kochanowski skoraði 15 stig fyrir Skra en Nikita Alekseev og Andrey Surmachevskiy skoruðu 20 stig hvor fyrir Zenit.

B-riðill

Asseco Resovia 0-3 Trentino Volley (24-26, 23-25, 20-25). Jakub Jarosz skoraði 15 stig fyrir Resovia en Uros Kovacevic skoraði 16 stig fyrir Trentino.

Khatam Ardakan 0-3 Sada Cruzeiro (16-25, 25-27, 16-25). Akbar Valaei skoraði 11 stig fyrir Khatam en Luan José Weber skoraði 16 stig fyrir Sada Cruzeiro.

Liðin sem enn eru eftir í keppninni fá frí í dag, föstudag, en svo fara undanúrslitin fram á morgun. Þar mæta Lube liði Resovia annars vegar og í hinum leiknum mætast Fakel og Trentino. Úrslitaleikur og bronsleikur fara svo fram á sunnudag.

Undanúrslit – Laugardagur

16:30 Cucine Lube Civitanova – Asseco Resovia

19:30 Fakel Novy Urengoy – Trentino Volley