[sam_zone id=1]

Álftanes sigraði Aftureldingu í háspennuleik

Afturelding og Álftanes mættust öðru sinni í kvöld en nú voru það karlarnir sem leiddu saman hesta sína. Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar og var því um mikilvægan leik að ræða upp á framhaldið í deildinni.

Liðin skiptust á að vinna hrinur í dag og var það Afturelding sem tók forystuna með sigri í fyrstu hrinu 25-21. Álftanes tók þá við sér og náði Afturelding aldrei að stríða Álftanes í þessari hrinu sem þeir unnu 25-17.
Afturelding vann síðan þriðju hrinuna 25-19 og voru því Álftanes komnir með bakið upp við vegg í leiknum.

Þeir tóku aftur við sér í fjórðu hrinunni og eins og í þeirri annari voru þeir alltaf á undan Aftureldingu í þessari hrinu og sigruðu hana 25-17.

Það þurfti því að spila oddahrinu til að skera úr um sigurvegara í leiknum. Afturelding hóf oddahrinuna betur og komust fljótt tveimur stigum yfir 5-3. Liðin skiptust síðan á að hafa forystuna og leiddi Álftanes 8-7 þegar liðin skiptu um vallarhelming. Það voru síðan Álftanes sem voru sterkari á lokasprettinum og þeir unnu hrinuna 15-13 þegar Radoslaw Rybak leikmaður Aftureldingar setti síðustu uppgjöf leiksins útaf.

Öflugur 3-2 sigur Álftanes því staðreynd og sitja þeir í öðru sæti Mizunodeildarinnar eftir þennan leik enn Afturelding er enn í þriðja sætinu.

Stigahæstur á vellinum í dag var Gunnar Pálmi en hann átti stórgóðan leik og skoraði 26 stig í leiknum. Hjá Aftureldingu var það spilandi þjálfari liðsins Piotr Kempisty sem var atkvæðamestur með 20 stig.

Nánari tölfræði úr leiknum má sjá hér.