[sam_zone id=1]

Zenit Kazan tapaði fyrsta leik

Í gær hófst HM félagsliða með fjórum leikjum. Ríkjandi meistarar Zenit Kazan þurftu að sætta sig við tap.

Fyrsta umferð riðlakeppninnar fór fram í gær og voru leikirnir æsispennandi. Lið Trentino fór reyndar illa með Khatam Ardakan frá Íran en aðrir leikir buðu upp á mikla skemmtun. Þá fóru báðir leikir B-riðils í oddahrinu. Óvænt úrslit urðu í báðum leikjum riðilsins þar sem að Zenit Kazan tapaði sínum fyrsta leik gegn Fakel og Resovia kreisti fram sigur gegn brasilíska stórveldinu Sada Cruzeiro í órtúlegum leik. Fjörið heldur svo áfram kl. 16:30 í dag þegar Lube og Zenit mætast. Einungis er leikið í A-riðli í dag.

A-riðill

Skra Belchatów 1-3 Cucine Lube Civitanova (21-25, 25-22, 21-25, 25-27). Mariusz Wlazly og Artur Szalpuk skoruðu 18 stig hvor fyrir Skra en Yoandy Leal skoraði 16 stig fyrir Lube.

Trentino Volley 3-0 Khatam Ardakan (25-19, 25-15, 25-19). Luca Vettori skoraði 16 stig fyrir Trentino en Mohammadhassan Senobar skoraði 10 stig fyrir Khatam.

B-riðill

Zenit Kazan 2-3 Fakel Novy Urengoy (23-25, 28-26, 25-21, 22-25, 11-15). Earvin Ngapeth og Maxim Mikhailov skoruðu 19 stig hvor fyrir Zenit en Artur Udrys, Dmitry Volkov og Egor Kliuka skoruðu samtals 63 stig fyrir Fakel.

Asseco Resovia 3-2 Sada Cruzeiro (23-25, 25-18, 25-23, 24-26, 17-15). Thibault Rossard skoraði 22 stig fyrir Resovia en í liði Sada skoraði Evandro Guerra 22 stig og Taylor Sander bætti við 21 stigi.

Leikir dagsins

A-riðill

16:30 Cucine Lube Civitanova – Zenit Kazan

19:45 Fakel Novy Urengoy – Skra Belchatów