[sam_zone id=1]

Tromsø með sigur

ÍslendingaliðiðTromsø með Kristján og Mána innanborðs vann í gær sinn fjórða sigur í röð í deildinni þegar þeir unnu nýliða Askim 3-1.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Tromsø og komust þeir 6-1 yfir í byrjun en Askim voru ekki lengi að jafna sig á þessu og voru búnir að jafna í stöðunni 8-8. Hrinan var síðan jöfn eftir þetta og skiptust liðin á að hafa forystuna en það voru Tromsø menn sem voru sterkari í lokinn og höfðu sigur 25-21.
Önnur hrinan var síðan jöfn allan tíman og ekki mikið sem að skildi liðin að, bæði lið fengu möguleika á að vinna hrinuna en að lokum voru það Askim sem að gerðu það eftir upphækkun, 27-25.
Askim byrjuðu síðan þriðju hrinuna vel og leiddu framan að en hægt og rólega komu Tromsø menn sér inní hrinuna og unnu hana að lokum 25-21.
Fjórða hrinan var svo svipuð fyrri hrinum en liðin voru jöfn í byrjun en eins og áður í leiknum voru Tromsø sterkari í lokin og Máni fann Kristján á miðjunni sem að sló inn lokastigið og tryggði 25-21 sigur í hrinunni og þar með 3-1 sigur í leiknum.

Máni var mættur aftur eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla og stóð hann sig vel í leiknum. Kristján átti einnig mjög góðan leik en hann var næst stigahæstur með 16 stig þar af 7 blokkir og hlaut fyrir vikið nafnbótina maður leiksins.