[sam_zone id=1]

Thelma Dögg stigahæst í slóvakísku úrvalsdeildinni

Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona og leikmaður Nitra í Slóvakíu, er stigahæst miðað við hrinufjölda í slóvakísku úrvalsdeildinni eftir sex umferðir.

Thelma hefur skorað 77 stig í aðeins 16 hrinum og situr hún því á toppi deildarinnar yfir flest skoruð stig miðað við hrinufjölda. Í öðru sæti er Paula Kubova, einn af aðal sóknarmönnnum í slóvakíska landsliðinu, en hún hefur skorað 96 stig í 20 hrinum. Í þriðja sæti er hin unga og efnilega Bianka Bodnarova, sem er í U18, U19 og U20 landsliði Slóvakíu, með 91 stig í 21 hrinu.

Thelma Dögg missti af fyrstu umferðinni í deildinni þar sem hún var ekki ennþá búin að skrifa undir samninginn sinn hjá Nitra þegar sú umferð var spiluð. Með þessu áframhaldi verður Thelma fljótlega stigahæsti leikmaðurinn í deildinni þrátt fyrir að hafa misst af einni umferð.

Hægt er að fylgjast með slóvakísku deildinni hér.