[sam_zone id=1]

KA ekki í miklum vandræðum með Álftanes

KA og Álftanes mættust að öðru sinni um helgina í Mizunodeild karla en leikið var í KA heimilinu á Akureyri.

Eftir 5 hrinu leik í gær þá voru KA menn ekki í miklum vandræðum með gestina í dag en leiknum lauk með sigri KA 3-0 (25-18, 25-22, 25-17).

Liðin voru nokkuð jöfn að stigum í fyrstu hrinu en KA fór ekki að gefa í fyrr en staðan var 16-16. KA tók svo síðustu 5 stig hrinunnar. Önnur hrina var eign KA manna út í gegn þrátt fyrir að Álftanes hafi sett smá spennu í leikinn undir miðja hrinu. Þriðja hrina náði aldrei neinni spennu en KA tók 9 stig í röð snemma í hrinunni. Þrátt fyrir mikla yfirburði þá lét Filip Szewczyk leikmaður KA dómgæsluna fara í taugarnar á sér en hann var ekki par sáttur við það að dómari leiksins skildi dæma á hann tvíslag. Fékk hann í kjölfarið fyrsta rauða spjalda vetrarins.

Stigahæstir í leiknum í dag voru Mason Casner og Miguel Mateo Castrillo leikmenn KA með 11 stig hvor. Stigahæstur hjá Álftanesi var Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig.

Næstu leikir í Mizunodeild karla eru um næstu helgi þegar Afturelding tekur á móti KA í tvígang og sömuleiðis þegar Álftanes tekur á móti Þrótti Nes í tvígang.