[sam_zone id=1]

Haching ekki í vandræðum með Fellbach

Hristiyan Dimitrov og liðsfélagar hans í AlpenVolleys Haching II heimsóttu #RotesRudel Fellbach í þýsku annarri deildinni suður í gær og áttu ekki í miklum vandræðum með þá.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum en Haching þó með betra hrinuhlutfall og mátti því búast við hörkuleik. Raunin varð önnur þar sem Haching hófu leikinn af miklum krafti og unnu fyrstu hrinuna 25-14. Gestgjafarnir jöfnuðu leikinn í næstu hrinu með 18-25 sigri og kveikti það aftur í Haching þar sem þeir unnu næstu tvær hrinur 25-16 og 25-22.

Eftir leikinn í dag eru Haching jafnir í 6.-9. sæti með 9 stig eftir 6 leiki og er næsti leikur þeirra sunnudaginn 11. nóvember gegn Schwaig.