[sam_zone id=1]

Fullt hús stiga hjá KA eftir fyrstu tvo leikina í Mizunodeild kvenna

KA og Álftanes mættust í dag í Mizunodeild kvenna en liðin áttust einnig við í gær þar sem KA hafði betur 3-0.

KA byrjaði fyrstu hrinu af miklum krafti og sáu liðsmenn Álftaness aldrei til sólar í hrinunni sem KA vann 25-11.

Álftanes byrjaði aðra hrinu hinsvegar betur en Ragnheiður Tryggvadóttir skoraði fjögur stig beint úr uppgjöf í byrjun hrinu en Álftanes komst í 6-1 þegar KA tekur sitt fyrsta leikhlé. KA náði hinsvegar að jafna 11-11 eftir mikla baráttu og reyndust KA svo öflugri það sem eftir var af hrinu en KA vann hrinuna 25-18 eftir mikinn viðsnúning.

Þriðja hrina var hörkuspennandi frá byrjun til enda. Bæði lið skiptust á stigum og áttu bæði lið flottar varnir og langar skorpur. Það voru hinsvegar KA sem gerðu færri mistök undir lokin og unnu þær hrinuna 25-20.

Stigahæst í leiknum var Paula Del Olmo Gomez leikmaður KA með 15 stig. Stigahæst hjá gestunum var Ragnheiður Tryggbadóttir með 10 stig.

KA hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína 3-0 og skella sér því á topp Mizunodeildar kvenna.