[sam_zone id=1]

Calais áfram á sigurbraut í Frakklandi

Calais hélt í dag til Lille og lék þar við lið St. Andre, fyrirfram var búist við frekar auðveldum sigri hjá gestunum en fyrir leikinn hafði Calais unnið alla sína leiki og sat í efsta sæti deildarinnar á meðan St. Andre var á botninum á átti enn eftir að vinna leik.

Leikurinn byrjaði jafnt og voru bæði lið að skila vel í sókninni. Liðin héldust í hendur þangað til um miðja hrinuna en þá sigu Calais framúr. Þeir náðu með góðum uppgjöfum að komast í góða forystu og héldu henni til loka hrinunnar sem þeir unnu 25-15.
Önnur hrinan var svipuð og sú fyrsta þó að Calais hafi strax í byrjun náð nokkura stiga forystu. Þeir juku svo forskot sitt jafnt og þétt og unnu aðra hrinuna að lokum einnig 25-15.

Calais byrjaði þriðju hrinuna með látum og ljóst að þeir ætluðu ekki að gefa heimamönnum í St. Andre neinn möguleika á að komast aftur inn í leikinn. Þeir náðu strax góðri forystu og leiddu 12-3 þegar St. Andre tók sitt annað leikhlé. Það dugði skammt og héldu gestirnir áfram að þjarma að heimamönnum. Það var síðan Hafsteinn sem skoraði síðasta stig leiksins með góðri hávörn og vannst hrinan 25-12 og leikurinn þar með 3-0.

Hafsteinn var í byrjunarliði Calais og átti hann flottan leik í dag þar sem hann var síógnandi í sókninni og átti þar að auki fullt af hávörnum í þessum leik.

Calais eru sem fyrr í efsta sæti deildarinnar en liðið hefur enn ekki tapað hrinu í vetur.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu í deildinni má sjá hér.