[sam_zone id=1]

KA í vandræðum með nýliða Álftanes

Einn leikur fór fram í Mizunodeild karla í dag þegar þrefaldir meistarar KA tóku á móti nýju liði Álftanes sem var að spila sinn fyrsta leik í Mizunodeild karla.

Álftanes byrjaði leikinn vel með sigri í fyrstu hrinu 25-18, heimamenn klúðruðu 6 uppgjöfum í hrinunni sem Garðbæingar nýttu sér vel. KA reyndust sterkari í næstu tveimur hrinum sem enduðu 25-20 og 25-17. KA menn komu hinsvegar seint til leiks í fjórðu hrinu en Álftanes náði að komast í 6-1. KA hrukku hinsvegar í gang og jöfnuðu 8-8 og úr varð hörkujöfn hrina þar sem liðin skiptust á stigum lungað af hrinunni. Álftanes fór hinsvegar með sigur að lokum 25-20 og tryggði sér oddahrinu og jafnfram sitt fyrsta stig í Mizunodeild karla.

Þrefaldir meistarar KA reyndust hinsvegar mun sterkari í oddahrinunni sem endaði með öruggum sigri KA 15-8 og fara þeir því með 3-2 sigur í fyrsta deildarleik sínum í vetur.

Stigahæstur í leiknum í dag var Miguel Mateo Castrillo leikmaður KA með 22 stig. Næstur á eftir honum kom Gunnar Pálmi Hannesson leikmaður Álftanes með 14 stig.

Þessi lið mætast að nýju á morgun.