[sam_zone id=1]

Aarhus með öruggan sigur gegn Nordenskov

ASV Aarhus, lið landsliðsmannsins Valþórs Inga Karlssonar heimsótti Nordenskov Ungdoms- og IF í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Aarhus náðu yfirhöndinni fljótt í fyrstu hrinunni og komust fimm stigum yfir. Nordenskov minnkuðu muninn niður í eitt stig síðar í hrinunni og hleyptu lífi í hana en allt kom fyrir ekki og Aarhus unnu að lokum 25-20.

Aarhus hófu aðra hrinuna af krafti og voru komnir fjórum stigum yfir strax í stöðunni 5-1. Eins og í fyrstu hrinunni minnkuðu Nordenskov muninn hægt og rólega og komust loks yfir í stöðunni 12-13 en það var í eina skiptið sem þeir leiddu í leiknum. Gestirnir sigu fljótt fram úr og unnu hrinuna að lokum 25-20, líkt og þá fyrstu.

Þriðja hrinan var eign Aarhus allt frá upphafi. Þeir hófu hrinuna af krafti og bættu bara í forskotið eftir því sem á leið. Hrinunni lauk með 25-16 sigri Aarhus og leiknum því 3-0.

Valþór Ingi spilaði stöðu frelsingja allan leikinn í dag og var með 67% jákvæða móttöku.