[sam_zone id=1]

Dregið í 1. og 2. umferð Kjörísbikarsins

Í dag var dregið í fyrstu tvær umferðir Kjörísbikarsins en drátturinn fór fram á skrifstofu BLÍ í hádeginu.

Í ár eru 11 karlalið skráð til leiks í bikarkeppni BLÍ og 15 kvennalið. Greint var frá drættinum á heimasíðu BLÍ og má sjá nánari upplýsingar um viðureignir fyrstu tveggja umferðanna hér að neðan :

1. umferð

Kvennamegin : Keflavík – Hamar (UMFL, Haukar og Leiknir F. sitja hjá)

Karlamegin : UMFL – Keflavík (Hrunamenn og Álftanes B sitja hjá)

2. umferð

Kvennamegin : Leiknir F. – Haukar , Ýmir – Vestri og Keflavík/Hamar – UMFL (Álftanes 2 situr hjá)

Karlamegin : Hrunamenn – Vestri og UMFL/Keflavík – Hamar (Álftanes B situr hjá)

Fyrsta umferðin verður spiluð dagana 5. -11. nóvember og önnur umferðin fer fram 26. nóvember – 5. desember. Nánari upplýsingar um bikarkeppnina og útskýringar á því hverjir sitja hjá hverju sinni má nálgast með því að smella hér.