[sam_zone id=1]

Stelpurnar leika um 5.-8. sæti á NEVZA

Íslensku U17 stelpurnar mættu Færeyjum nú klukkan 9 á íslenskum tíma og var sæti í undanúrslitum í húfi.

Færeysku stelpurnar hófu leikinn af miklum krafti og réðu ferðinni í fyrstu tveimur hrinunum. Þeim lauk 25-13 og 25-10 en íslensku stelpurnar létu það ekki á sig fá. Þær unnu þriðju hrinu mjög sannfærandi, 12-25, og fjórða hrinan var svo jöfn. Henni lauk þó með 25-20 sigri Færeyja og Ísland kemst því ekki í undanúrslitin að þessu sinni.

Stelpurnar mæta því Svíþjóð klukkan 13:30 á íslenskum tíma og ræður sá leikur því hvort Ísland spili um 5.-6. sæti á morgun eða 7.-8. sæti. Strákarnir spila gegn Englandi klukkan 13 á íslenskum tíma en þeir leika um 5.-7. sæti mótsins.