[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Annað stig keppninnar kláraðist í dag

Síðustu leikirnir í milliriðlunum á HM kvenna kláruðust í dag. Það voru enn nokkur lið sem höfðu að einhverju að keppa, en þrjú efstu liðin úr hvorum riðli fóru áfram í næstu umferð.

Í E-riðli þurfti Brasilía á sigri að halda gegn gestgjöfunum frá Japan, þær þurftu ekki bara að vinna heldur máttu þær ekki tapa hrinu annars myndi Japan fara áfram á þeirra kostnað. Brasilía byrjaði hrinuna betur staðráðnar í því að gera sitt allra besta til að komast áfram. Japanir voru hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir á heimvelli og með góðum stuðningi og frábærri spilamennsku náðu þær japönsku að snúa hrinunni sér í vil og vinna hana 25-23.
Þær japönsku voru því komnar áfram í keppninni. Það átti þó enn eftir að klára leikinn og sigraði Japan einnig næstu hrinu 25-16 og voru því komnar í góða stöðu. Brasilía voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og unnu þær næstu tvær hrinur og tryggðu sér þar með oddahrinu. Brasilía var sterkara liðið í oddahrinunni og sigraði hana 15-11 og þar með leikinn 3-2.
Þessi sigur dugði þeim þó skammt þar sem þær þurftu 3-0 sigur og er Brasilía því úr leik á þessu móti.

Holland sigraði síðan Serbíu 3-0 í þessum sama riðli en úrslitin úr þessum leik skipta litlu máli þar sem bæði lið fara áfram í næstu umferð.

Í F-riðli var aðeins meiri spenna þar sem einungis Ítalía var öruggt áfram. Ítalía byrjaði daginn á því að halda sigurgöngu sinni áfram og vinna Bandaríkin 3-1. Liðið hefur þar með ekki tapað leik í keppninni til þessa og er eina ósigraða liðið á mótinu.

Þessi úrslit þýddu að Kína voru komnar áfram fyrir sinn leik gegn Rússlandi, en þær rússnesku þurftu á sigri að halda til að komast upp fyrir Bandaríkin. Kína byrjaði leikinn betur og unnu fyrstu hrinuna 25-22, Rússland gáfust þó ekki upp og náðu að sigra aðra hrinuna 21-25. Þriðja hrinan var síðan æsispennandi þar sem bæði lið skiptust á að hafa forystuna. Að lokum voru það þó Kína sem unnu hrinuna með minnsta mun 25-23.
Eftir tap í þriðju hrinunni var eins og allt loft væri úr rússneska liðinu og Kínverjar unnu þriðju hrinuna nokkuð þægilega 25-15 og sendu þar með Rússa heim af mótinu.

Riðill E

Mexíkó-Púertó Ríkó 1-3 (17-25, 19-25, 25-18, 19-25)
Stigahæstar: Andrea Rangel Mexíkó 24 stig, Daly Santana Púertó Ríkó 18 stig.

Þýskaland-Dóminíska Lýðveldið 0-3 (12-25, 19-25, 17-25)
Stigahæstar: Bethania De La Cruz Dóminíska Lýðveldið 18 stig, Louisa Lippmann Þýskaland 14 stig.

Holland-Serbía 3-0 (25-16, 25-12, 25-20)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Holland 23 stig, Brankica Mihajlovic Serbía 10 stig.

Japan-Brasilía 2-3 (25-23, 25-16, 26-28, 21-25, 11-15)
Stigahæstar: Tandara Caixeta Brasilía 24 stig, Sarina Koga Japan 23 stig.

Lokastaða

1. Holland 24 stig
2. Japan 22 stig
3. Serbía 21 stig
4. Brasilía 20 stig
5. Dóminíska Lýðveldið 16 stig
6. Þýskaland 14 stig
7. Púertó Ríkó 9 stig
8. Mexíkó 3 stig

Riðill F

Búlgaría-Azerbaijan 3-0 (25-19, 25-20, 25-20)
Stigahæstar: Polina Rahimova Azerbaijan 16 stig, Miroslava Paskova Búlgaría 13 stig.

Tyrkland-Tæland 3-1 (22-25, 25-20, 25-22, 25-20)
Stigahæstar: Meryem Boz Tyrkland 24 stig, Onuma Sittirak Tæland 16 stig.

Ítalía-Bandaríkin 3-1 (25-16, 25-23, 20-25, 25-16)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 33 stig, Jordan Larson Bandaríkin 14 stig.

Kína-Rússland 3-1 (25-22, 21-25, 25-23, 25-15)
Stigahæstar: Irina Voronkova Rússland 25 stig, Ni Yan Kína 16 stig.

Lokastaða

1. Ítalía 27 stig
2. Kína 24 stig
3. Bandaríkin 19 stig
4. Rússland 18 stig
5. Tyrkland 15 stig
6. Búlgaría 11 stig
7. Tæland 11 stig
8. Azerbaijan 6 stig

Liðin þrjú sem fóru áfram úr hvorum riðli fá nú smá pásu, en mótið heldur síðan áfram á sunnudeginum. Þá er leikið í tveimur, þriggja liða riðlum þar sem tvö efstu liðin fara síðan áfram í undanúrslit mótsins.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.