[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Heimastúlkur í Japan fyrstar til að sigra Serbíu

Fyrir leiki dagsins voru fjögur ósigruð lið í keppninni, eftir leiki dagsins er það einungis Ítalía sem hefur ekki tapað leik til þessa á mótinu.

Það var meiri spenna í leikjum dagsins en verið hafði í síðustu leikjum. Brasilía unnu Hollendinga 3-2 í morgun og eiga því enn möguleika á því að komast í næstu umferð. Til þess verða þær þó að fá 3 stig úr leik sínum gegn Japan á morgun.

Japan komu þó mest á óvart í dag en liðið mætti liði Serbíu, en Serbía hafði til þessa ekki enn tapað hrinu á mótinu. Það virtist ekki ætla að breytast þar sem Serbía byrjaði leikinn frábærlega og unnu fyrstu hrinuna örugglega 25-15. Hávörnin var að reynast heimastúlkum erfið en þar var Milena Rasic fremst í flokki en hún skoraði 4 stig beint úr hávörn. Japanir gáfust þó ekki upp og fundu leiðir framhjá serbnesku blokkinni, það skilaði sér í 25-23 sigri í annari hrinunni.
Þær japönsku voru komnar með blóð á tennurnar og þær héldu áfram að þjarma að serbunum. Það skilaði sér að lokum og unnu Japanir næstu tvær hrinur einnig 25-23 og þar með leikinn 3-1.

Frábær sigur hjá Japan sem setur allt á hvolf í riðlinum þar sem Japan, Serbía og Holland eru nú öll jöfn að stigum með 21 stig í efsta sæti riðilsins. Brasilía kemur svo þar á eftir með 18 stig og verður eins og áður segir að vinna Japan á morgun til að eiga möguleika á að komast áfram.

Í hinum riðlinum unnu Ítalía og Kína góða sigra á Bandaríkjunum og Rússlandi. Ítalía er þar með búið að tryggja sig áfram í næstu umferð en Kína, Bandaríkin og Rússland berjast um hin tvö sætin í næstu umferð.

Úrslit dagsins:

Riðill E

Mexíkó-Dóminíska Lýðveldið 0-3 (13-25, 18-25, 15-25)
Stigahæstar: Andrea Rangel Mexíkó 14 stig, Bethania De La Cruz Dóminíska Lýðveldið 12 stig.

Holland-Brasilía 2-3 (25-21, 18-25, 25-27, 19-25, 7-15)
Stigahæstar: Tandara Caixeta Brasilía 28 stig, Lonneke Slöetjes Holland 25 stig.

Þýskaland-Púertó Ríkó 3-1 (25-23, 25-27, 29-27, 25-22)
Stigahæstar: Maren Fromm Þýskaland 25 stig, Stephanie Enright Púertó Ríkó 22 stig.

Japan-Serbía 3-1 (15-25, 23-25, 23-25, 23-25)
Stigahæstar: Milena Rasic Serbía 20 stig, Miyu Nagaoka Japan 19 stig.

Riðill F

Tyrkland-Azerbaijan 3-1 (26-24, 25-17, 22-25, 25-21)
Stigahæstar: Meryem Boz Tyrkland 23 stig, Natalya Mammadova Azerbaijan 22 stig.

Búlgaría-Tæland 3-2 (25-18, 22-25, 18-25, 25-22, 19-17)
Stigahæstar: Nasya Dimitrova Búlgaría 28 stig, Onuma Sittirak Tæland 24 stig.

Ítalía-Rússland 3-1 (22-25, 25-20, 25-18, 25-22)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 29 stig, Irina Voronkova Rússland 21 stig.

Kína-Rússland 3-0 (25-17, 26-24, 25-18)
Stigahæstar: Zhu Ting Kína 19 stig, Jordan Larson Bandaríkin 14 stig.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.