[sam_zone id=1]

Tromsø tapaði fyrsta leik

Tromsø lið landsliðsmannana Kristjáns Valdimarssonar og Mána Matthíassonar spilaði sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær, en liðið mætti heimamönnum í Koll. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og úr varð hörkuleikur en á endanum voru Koll sterkari og unnu 3-1 sigur.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Tromsø sem að skoruðu 4 fyrstu stig leiksins en eftir það jafnaðist leikurinn fljótt og um miðja hrinuna voru Koll komnir með fínt forskot sem að þeir héldu út hrinuna og unnu hana  að lokum 25-20.
Liðin voru jöfn til að byrja með í annari hrinu en um miðja hrinu gaf Tromsø liðið í og náði fínu forskoti en Koll neitaði að gefast upp og náðu að jafna í stöðunni 23-23 hrinan fór síðan í upphækkun og endaði með sigri Koll 29-27.
Þriðja hrinan var síðan sú skemmtilegasta í leiknum en þar voru liðin jöfn allan tíman, bæði lið sýndu mjög góð tilþrif á köflum. Þessi hrina fór einnig í upphækkun og náðu bæði lið að bjarga sér frá tapi á einhvern ótrúlegan hátt en hrinan endaði 35-33 Tromsø í vil.
Tromsø leiddi síðan framan af í fjórðu hrinunni og virtust ætla að ná í oddahrinu en eins og áður í leiknum voru Koll sterkir á lokasprettinum og unnu að lokum 25-22.

Sárt tap staðreynd hjá Tromsø liðinu en að sama skapi margt jákvætt sem að þeir geta tekið með sér.
Kristján og Máni voru báðir í byrjunarliðinu hjá Tromsø, Máni var að spila sinn fyrsta deildarleik erlendis og stóð hann sig vel í leiknum stjórnaði spili Tromsø vel og bætti sjálfur við þremur stigum. Kristján stóð sig einnig vel í leiknum en hann gerði 12 stig.