[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Rússland sigraði Búlgaríu

HM kvenna hélt áfram í dag þar sem öll liðin áttu leik. Ekkert af toppliðunum fjórum mættust innbyrgðis í dag og var ekki mikil spenna í leikjum dagsins. Stóru liðin unnu öll sína leiki nokkuð örugglega og er byrjað að myndast smá bil á milli fjögurra efstur liðana í hvorum riðli.

Rússland mætti Búlgaríu í dag en Búlgaría hefur ekki alveg náð sér á strik á mótinu til þessa og eiga þær ekki lengur möguleika á því að komast áfram úr riðlinum. Leikurinn í dag var þó ágætis skemmtun.
Rússar byrjuðu betur í leiknum og unnu fyrstu tvær hrinur leiksins þó að Búlgaría hafi þó aldrei verið langt undan. Búlgaría gáfust þó ekki upp og náðu að vinna þriðju hrinuna 25-23. Þrátt fyrir hetjulega baráttu í þeirri fjórðu voru það þó Rússar sem höfðu betur þar og tryggðu sér öll 3 stigin í leiknum.

Serbía heldur áfram að vinna en nú voru það Þjóðverjar sem urðu að lúta í lægra hald. 3-0 sigur hjá Serbíu og eiga þær enn eftir að tapa hrinu á þessu móti. Ítalía, Bandaríkin og Holland unnu einnig sína leiki og eru enn ósigruð á mótinu.

Ekki verður leikið á morgun en liðin fá nú dags frí áður en þessir riðlar klárast með leikjum á miðvikudaginn og fimmtudaginn.
Spennan er mikil á toppnum í báðum riðlunum og ljóst að leikirnir framundan þar sem 4 efstu lið hvors riðils mætast innbyrgðis verða mjög spennandi.

Leikir dagsins:

Riðill E

Þýskaland-Serbía 0-3 (14-25, 20-25, 20-25)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 17 stig, Louisa Lippmann Þýskaland 11 stig.

Mexíkó-Brasilía 1-3 (25-23, 23-25, 13-25, 19-25)
Stigahæstar: Tandara Caixeta Brasilía 25 stig, Andrea Rangel Mexíkó 23 stig.

Holland-Dóminíska Lýðveldið 3-0 (25-19, 25-16, 25-14)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Holland 23 stig, Yonkaira Isabel Dóminíska Lýðveldið 10 stig.

Japan-Púertó Ríkó 3-0 (25-22, 25-14, 25-18)
Stigahæstar: Daly Santana Púertó Ríkó 14 stig, Erika Araki Japan 12 stig.

Riðill F

Búlgaría-Rússland 1-3 (21-25, 20-25, 25-23, 19-25)
Stigahæstar: Kseniia Parubets Rússland 22 stig, Gergana Dimitrova Búlgaría 19 stig.

Tyrkland-Bandaríkin 0-3 (21-25, 17-25, 18-25)
Stigahæstar: Kelly Murphy Bandaríkin 12 stig, Zehra Gunes Tyrkland 9 stig.

Kína-Azerbaijan 3-0 (25-17, 25-16, 25-17)
Stigahæstar: Xinyue Yuan Kína 17 stig, Polina Rahimova Azerbaijan 11 stig.

Ítalía-Tæland 3-0 (25-15, 25-12, 25-15)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 15 stig, Onuma Sittirak Tæland 13 stig.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.