[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Þýskaland með frábæran sigur á Brasilíu

Önnur umferð HM kvenna hófst í dag en nú er leikið í tveimur 8 liða riðlum þar sem 3 efstu liðin í hvorum riðli komast áfram.
Fjörið hófst aftur í dag þar sem öll liðin spiluðu.

Leikur dagsins var á milli Brasilíu og Þýskalands, Þýskaland er búið að standa sig vel á mótinu hingað til en það voru þó flestir sem bjuggust við öruggum sigri hjá Brasilíu. Brasilía byrjaði leikinn betur og unnu fyrstu tvær hrinur leiksins og voru því komnar í góða stöðu. Þýskaland voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og unnu þær næstu tvær hrinur og tryggðu sér þar með oddahrinu. Þriðja hrinan var einkar spennandi en þar voru Brasilía nálægt því að tryggja sér sigur í leiknum en Þýskaland unnu þá hrinu 32-30.
Það þurfti því að skera úr um leikinn í oddahrinu og var sú hrina einnig frábær skemmtun. Þýskaland leiddar áfram af Louisa Lippmann sem var frábær í þessum leik og skoraði heil 36 stig, unnu þó að lokum oddahrinuna 17-15. Endurkoman var þar með fullkomnuð og frábær sigur hjá Þýskalandi staðreynd.

Serbía hélt svo sigurgöngu sinni áfram og vann Mexíkó örugglega 3-0 í dag, en þær serbnesku hafa ekki bara unnið alla sína leiki heldur eiga þær enþá eftir að tapa hrinu á þessu móti.

Holland, Ítalía og Bandaríkin unnu einnig öll leiki sína í dag og eru ásamt Serbíu einu liðin sem hafa ekki tapað leik á mótinu til þessa.

Úrslit dagsins:

Riðill E

Mexíkó-Serbía 0-3 (19-25, 17-25, 15-25)
Stigahæstar: Andrea Rangel Mexíkó 14 stig, Tijana Boskovic Serbía 11 stig.

Þýskaland-Brasilía 2-3 (14-25, 19-25, 32-30, 25-19, 17-15)
Stigahæstar: Louisa Lippmann Þýskaland 36 stig, Tandara Caixeta Brasilía 29 stig.

Holland-Púertó Ríkó 3-0 (25-16, 25-15, 25-20)
Stigahæstar: Yvon Belien Holland 12 stig, Daly Santana Púertó Ríkó 11 stig.

Japan-Dóminíska Lýðveldið 3-2 (25-17, 28-26, 22-25, 25-27, 15-11)
Stigahæstar: Sarina Koga Japan 23 stig, Bethania De La Cruz Dóminíska Lýðveldið 21 stig.

Riðill F

Tyrkland-Rússland 0-3 (15-25, 17-25, 16-25)
Stigahæstar: Irina Voronkova Rússland 14 stig, Hande Baladin Tyrkland 11 stig.

Búlgaría-Bandaríkin 0-3 (16-25, 17-25, 11-25)
Stigahæstar: Kim Hill Bandaríkin 13 stig, Nasya Dimitrova Búlgaría 11 stig.

Ítalía-Azerbaijan 3-0 (25-12, 25-19, 25-10)
Stigahæstar: Miryam Sylla Ítalía 17 stig, Odina Aliyeva Azerbaijan 7 stig.

Kína-Tæland 3-0 (28-26, 25-20, 25-23)
Stigahæstar: Zhu Ting Kína 20 stig, Onuma Sittirak Tæland 14 stig.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.