[sam_zone id=1]

Calais með góðan heimasigur í Frakklandi

Calais sem landsliðsmaðurinn Hafsteinn Valdimarsson spilar með tók í dag á móti liði Cormeillais í Frakklandi í dag.
Leikurinn í dag var jafn og spennandi en að lokum voru það þó Calais sem voru sterkari í leiknum og unnu sanngjarnan sigur.

Fyrsta hrina var jöfn frá byrjun og munaði mest tveimur stigum á liðunum mest alla hrinuna, þegar leið að lok hrinunnar voru það þó Calais sem voru sterkari og náðu að taka hrinuna 25-21.
Heimaliðið byrjaði aðra hrinuna illa og lenti undir 5-1 í byrjun hrinunnar. Calais voru þó ekki lengi að jafna leikinn og leiddu þeir 8-7 í fyrsta tæknihléi. Áfram munaði litlu á liðunum en það voru þó Cormeillais sem höfðu yfirhöndina í hrinunni. Þeir komust yfir í stöðunni 23-24 og aftur 24-25 en Calais gafst ekki upp og náði á endanum með mikilli baráttu að vinna hrinuna 28-26.

Þriðja hrinan var jöfn til að byrja með en fljótlega náðu Calais góðri forystu, uppgjafirnar voru sterkar hjá liðinu og hávörnin var að skila mörgum stigum. Liðið leiddi mest með 7 stigum 17-10. Heimamenn gáfu þá aðeins eftir og náðu gestirnir að minnka muninn niður í 2 stig 20-18. Þá vöknuðu Calais aftur til lífsins og kláruðu hrinuna 25-19 og unnu þar með leikinn 3-0.

Calais er en með fullt hús stiga og hefur enn ekki tapað hrinu í fyrstu þremur leikjum sínum, þeir eru þó enn í öðru sæti á eftir Reims sem einnig hefur byrjað tímabilið mjög vel og er ofar á betra stigahlutfalli.

Hafsteinn var að vanda í byrjunarliðinu hjá Calais og skilaði hann góðu verki í dag var ógnandi í sókninni og átti einnig flottar hávarnir inn á milli.

Úrslit og stöðu í deildinni má sjá hér.