[sam_zone id=1]

HK og KA unnu Meistaratitilinn 2018

Í dag mættust þrefaldir meistarar síðasta árs, Þróttur Neskaupstað og HK í leik um Meistaratitil kvenna og í leik um Meistaratitil karla mættust þrefaldir meistarar KA og HK en leikirnir fóru fram í íþróttahúsinu á Húsavík.

HK hafði betur gegn Þrótti Nes 3-0 (25-23, 25-23, 25-16) en stigahæst í leiknum var Elísabet Einarsdóttir leikmaður HK með 13 stig. Stigahæstar í liði Þróttar voru Laura Ortega með 6 stig hvor.

HK var heilt yfir töluvert sterkari aðilinn í leiknum og höfðu góð tök á Þrótti Nes allan leikinn. HK stelpur hleyptu hinsvegar Þrótti í tvígang inn í leikinn með mistökum en ekki dugði það til, þá réðu þróttara stúlkur illa við sterkan sóknarleik Elísabetar Einarsdóttur. Töluvert var af mistökum hjá báðum liðum en nokkuð ljóst er að liðin séu enn að slípa leik sinn fyrir átökin í Mizunodeild kvenna.

KA hafði svo betur gegn HK í karlaflokki 3-0 (25-22, 25-22, 25-19) en stigahæstur í leiknum var Miguel Mateo Castrillo leikmaður KA með 12 stig. Stigahæstur í liði HK var Andreas Hilmir Halldórsson með 10 stig. Bæði lið voru nokkuð jöfn í byrjun leiks en KA menn áttu í vandræðum með öflugar uppgjafir HK manna en að sama skapi áttu HK menn í töluverðum vandræðum með sterkan sóknarleik KA. Þegar leið á leikinn voru það hinsvegar KA menn sem höfðu yfirhöndina og tryggðu sér fyrsta titil tímabilsins.