[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Ítalía með sigur á ólympíumeisturunum

Fyrstu umferð HM kvenna lauk í dag þegar síðasta umferð fyrsta hluta keppninnar var spiluð. Flest lið höfðu að einhverju að spila hvort sem það var að reyna að enda í einu af fjórum efstu sætunum eða að reyna að fara áfram með eins mörg stig og mögulegt er.

Það var stórleikur í B-riðli þegar Ítalía og Kína mættust en bæði lið höfðu unnið alla sína leiki til þessa og hafði Ítalía ekki tapað hrinu á mótinu. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Ítalíu því ólympíumeistararnir voru ákveðnir í upphafi leiks og sigruðu fyrstu hrinuna nokkuð sannfærandi 25-20.
Ítalía lét það þó ekki á sig fá og mættu einbeittari til leiks í næstu hrinu. Hrinan var hnífjöfn en á endanum var það Ítalía sem hafði betur eftir upphækkun 26-24. Þetta kveikti heldur betur í þeim ítölsku og þær hreinlega völtuðu yfir þær kínversku í næstu tveimur hrinum og tryggðu sér 3-1 sigur í leiknum.

Bandaríkin eru einnig enþá ósigraðar en þær unnu lið Rússa í toppslag í C-riðli 3-2.

Þá var einnig hreinn úrslitaleikur á milli Búlgaríu og Kanada um hvort liðið kæmist áfram í næstu umferð. Kanada byrjaði betur í leiknum og unnu fyrstu hrinu 25-23. Búlgaría lét það þó ekki slá sig út af laginu og þrátt fyrir hetjulega baráttu þeirra kanadísku þá hafði Búlgaría betur á endanum 3-1 og tryggði sig þar með áfram í næstu umferð.

Leikir dagsins:

Riðill A

Holland-Mexíkó 3-0 (25-19, 25-14, 25-16)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Holland 12 stig, Andrea Rangel Mexíkó 13 stig.

Kamerún-Argentína 0-3 (22-25, 20-25, 12-25)
Stigahæstar: Julieta Lazcano Argentína 14 stig, Christelle Nana Kamerún 9 stig.

Þýskaland-Japan 0-3 (25-27, 20-25, 24-26)
Stigahæstar: Sarina Koga Japan 21 stig, Louisa Lippmann Þýskaland 21 stig.

Lokastaða

1. Holland 14 stig
2. Japan 13 stig
3. Þýskaland 9 stig
4. Mexíkó 3 stig
5. Argentína 3 stig
6. Kamerún 3 stig

Riðill B

Búlgaría-Kanada 3-1 (23-25, 27-25, 25-21, 25-21)
Stigahæstar: Autumn Bailey Kanada 18 stig, Gergana Dimitrova Búlgaría 17 stig.

Kúba-Tyrkland 1-3 (15-25, 14-25, 25-23, 7-25)
Stigahæstar: Meryem Boz Tyrkland 17 stig, Ailama Montalvo Kúba 11 stig.

Ítalía-Kína 3-1 (20-25, 26-24, 25-16, 25-20)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 29 stig, Zhu Ting Kína 20 stig.

Lokastaða

1. Ítalía 15 stig
2. Kína 12 stig
3. Tyrkland 9 stig
4. Búlgaría 6 stig
5. Kanada 3 stig
6. Kúba 0 stig

Riðill C

Trinidad og Tóbagó-Suður-Kórea 0-3 (24-26, 16-25, 23-25)
Stigahæstar: Jeongah Park Suður-Kórea 26 stig, Channon Thompson Trinidad og Tóbagó 14 stig.

Tæland-Azerbaijan 3-1 (25-22, 15-25, 25-19, 25-17)
Stigahæstar: Polina Rahimova Azerbaijan 25 stig, Onuma Sittirak Tæland 23 stig.

Rússland-Bandaríkin 2-3 (25-19, 20-25, 24-26, 25-12, 11-15)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 36 stig, Kim Hill Bandaríkin 19 stig.

Lokastaða

1. Bandaríkin 13 stig
2. Rússland 12 stig
3. Tæland 10 stig
4. Azerbaijan 6 stig
5. Suður-Kórea 4 stig
6. Trinidad og Tóbagó 0 stig

Riðill D

Serbía-Púertó Ríkó 3-0 (25-23, 25-17, 27-25)
Stigahæstar: Ana Bjelica Serbía 19 stig, Daly Santana Púertó Ríkó 18 stig.

Dóminíska Lýðveldið-Kenýa 3-0 (25-5, 25-7, 25-15)
Stigahæstar: Yonkaira Isabel Dóminíska Lýðveldið 17 stig, Leonida Kasaya Kenýa 5 stig.

Brasilía-Kazakstan 3-0 (25-11, 25-20, 25-13)
Stigahæstar: Tandara Caixeta Brasilía 14 stig, Yekaterina Zhdanova Kazakstan 7 stig.

Lokastaða

1. Serbía 15 stig
2. Brasilía 12 stig
3. Dóminíska Lýðveldið 9 stig
4. Púertó Ríkó 6 stig
5. Kenýa 3 stig
6. Kazakstan 0 stig

Nú er fyrstu umferð keppninnar lokið og fara fjögur efstu liðin áfram úr hverjum riðli. Liðin fara nú og tvo riðla en taka með sér stigin úr fyrri riðli. Keppendur fá nú smá frí til að undirbúa sig fyrir næstu leiki og heldur mótið áfram á sunndeginum.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.