[sam_zone id=1]

Grátlegt tap hjá Hristiyan og Haching

Hristiyan Dimitrov og félagar hans í AlpenVolleys Haching II fengu TG 1862 Rüsselsheim II í heimsókn í gærkvöldi í þýsku annarri deildinni suður.

Þetta var fyrsti heimaleikur Haching á tímabilinu en áður höfðu þeir spilað útileiki gegn Grafing og Hammelburg og tapað þeim báðum, 0-3 og 2-3.

Leiknum í gærkvöldi lauk með 2-3 sigri Rüsselsheim en sigurinn hefði hæglega getað fallið hvoru megin sem er. Úrslit í hrinunum voru eftirfarandi: 23-25, 25-22, 25-22, 22-25 og 13-15.

Hristiyan heldur áfram að standa sig vel og var hann valinn besti leikmaður síns liðs í annað skiptið í þessum fyrstu þremur leikjum tímabilsins.