[sam_zone id=1]

Stefano Nassini Hidalgo til KA

KA hefur samið við spánverjann Stefano Nassini Hidalgo um að spila með liðinu í vetur.

Stefano Nassini er 31 ára miðjumaður og kemur frá Volleyball Club Melilla sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Stefano spilaði með VC Melilla á síðasta tímabili en þar áður lék hann í 8 ár með Cajasol Juvasa C.A.V. Esquimo, einnig í spænsku úrvalsdeildinni.

Stefano skoraði 218 stig í spænsku deildinni í fyrra og var hann stigahæsti leikmaður liðsins en VC Melilla endaði í 7. sæti af 12 í spænsku úrvalsdeildinni.

Stefano kemur án efa til með að styrkja sterkt lið KA til muna en það má gera ráð fyrir því að KA sé með lang sterkasta liðið í deildinni en KA er með fjóra erlenda leikmenn í sínum röðum, Mason Casner, Filip Pawel Szewczyk, Miguel Mateo Castrillo og nú Stefano Nassini Hidalgo. Þá munu Alexander Arnar Þórisson og Sigþór Helgason leika áfram með KA í vetur.

KA mætir HK í leik um meistaratitilinn 2018 á laugardaginn en leikið er á Húsavík.