[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Línur farnar að skýrast í fyrstu umferð keppninnar

Línurnar eru orðnar nokkuð skýrar núna eftir að næstsíðasta umferð riðlana fór fram. Nokkur lið eru enn ósigruð í keppninni en þau mætast nokkur á morgun í uppgjörum toppliðanna. Meðal stórleikja morgundagsins er viðureign Kína og Ítalíu en bæði lið unnu leiki sína í dag nokkuð örugglega. Ítalía vann Tyrkland 3-0 og hefur enn ekki tapað hrinu í mótinu á meðan Kína tapaði sinni fyrstu hrinu enn unnu þrátt fyrir það öruggan 3-1 sigur gegn Búlgaríu.

Spennan í þessum riðli er einnig mikil á botninum en á morgun spila Búlgaría og Kanada hreinan úrslitaleik um hvort liðið tekur fjórða og síðasta sætið í næstu umferð.

Rússland og Bandaríkin mætast einnig í toppslag á morgun en leikurinn er mikilvægur upp á framhaldið þó bæði lið séu komin áfram, því liðin taka með sér stigin úr þessum riðli í næstu umferð keppninnar. Bandaríkin lenti þó í kröppum dansi í dag þegar liðið mætti spræku liði Tælands og fór leikurinn alla leið í oddahrinu þar sem Bandaríkin unnu að lokum 15-11 og tryggðu sér 3-2 sigur.

Leikir dagsins:

Riðill A

Argentína-Holland 0-3 (17-25, 17-25, 22-25)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Holland 23 stig, Elina Rodriguez Argentína 12 stig.

Mexíkó-Þýskaland 0-3 (19-25, 17-25, 22-25)
Stigahæstar: Andrea Rangel Mexíkó 18 stig, Louisa Lippmann Þýskaland 16 stig.

Japan-Kamerún 3-0 (25-19, 25-20, 25-11)
Stigahæstar: Miyu Nagaoka Japan 20 stig, Christelle Nana Kamerún 7 stig.

Riðill B

Tyrkland-Ítalía 0-3 (19-25, 21-25, 12-25)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 15 stig, Eda Erdem Tyrkland 8 stig.

Kanada-Kúba 3-1 (16-25, 25-13, 25-18, 25-20)
Stigahæstar: Brianna Beamish Kanada 16 stig, Diaris Ramos Kúba 12 stig.

Kína-Búlgaría 3-1 (22-25, 25-22, 25-14, 25-17)
Stigahæstar: Zhu Ting Kína 21 stig, Gergana Dimitrova Búlgaría 18 stig.

Riðill C

Azerbaijan-Trinidad og Tóbagó 3-0 (29-27, 25-16, 25-17)
Stigahæstar: Polina Rahimova Azerbaijan 27 stig, Sinead Jack Trinidad og Tóbagó 18 stig.

Suður-Kórea-Rússland 0-3 (23-25, 20-25, 15-25)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 24 stig, Jeongah Park Suður-Kórea 18 stig.

Bandaríkin-Tæland 3-2 (25-17, 25-16, 23-25, 21-25, 15-11)
Stigahæstar: Michelle Bartsch-Hackley Bandaríkin 23 stig, Ajcharaporn Kongyot Tæland 23 stig.

Riðill D

Púertó Ríkó- Dóminíska Lýðveldið 0-3 (22-25, 17-25, 20-25)
Stigahæstar: Yonkaira Paola Dóminíska Lýðveldið 15 stig, Daly Santana Púertó Ríkó 10 stig.

Kazakstan-Serbía 0-3 (18-25, 16-25, 13-25)
Stigahæstar: Milena Rasic Serbía 17 stig, Yana Petrenko Kazakstan 7 stig.

Kenýa-Brasilía 0-3 (13-25, 10-25, 16-25)
Stigahæstar: Natalia Pereira Brasilía 12 stig, Emmaculate Chemtai Kenýa 9 stig.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.