[sam_zone id=1]

Elísabet Einarsdóttir snýr aftur í HK

Landsliðskonan Elísabet Einarsdóttir hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við uppeldisfélag sitt HK, eftir að hafa spilað eitt tímabil í atvinnumennsku með Volley Lugano í Sviss.

Elísabet varð Íslandsmeistari með HK tímabilið 2016/2017 en hélt svo út til Sviss í atvinnumennsku á síðasta tímabili. Elísabet hefur verið ein af sterkustu leikmönnum íslands undanfarin ár og er nokkuð ljóst að hún verður gífurlegur styrkur fyrir HK. Elísabet spilar stöðu kants og er einn færasti móttökuleikmaður landsins.

HK mætir Þrótti Nes í leik um meistaratitilinn 2018 á laugardaginn en leikurinn fer fram á Húsavík.