[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Allt eftir bókinni í dag

Þriðju umferð á HM kvenna í Japan lauk í dag þegar liðin í riðlum B og D spiluðu sína leiki. Ekki var mikið um óvænt úrslit í dag og lítil spenna í flestum leikjunum. Stóru liðin unnu öll sína leiki nokkuð örugglega.

Trinidad og Tóbagó náðu þó þeim merka áfanga að vinna sína fyrstu hrinu á heimsmeistaramóti, en þetta er í fyrsta sinn sem liðið tekur þátt. Þær náðu því afreki með því að vinna þriðju hrinuna gegn Tælandi 25-23.
Trinidad og Tóbagó enduðu samt á því að tapa leiknum 3-1 en engu að síður flottur áfangi hjá liðinu.

Suður-Kórea heldur áfram að valda vonbrigðum en þær töpuðu í dag gegn sterku liði Bandaríkjana 3-1, og hefur liðið tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa og þurfa þær virkilega að taka sig á ef þær ætla að eiga einhvern möguleika á því að komast í næstu umferð keppninnar.

Riðill B

Ítalía-Kúba 3-0 (25-11, 25-18, 25-20)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 15 stig, Ailama Montalvo Kúba 9 stig.

Búlgaría-Tyrkland 0-3 (17-25, 23-25, 12-25)
Stigahæstar: Meryem Boz Tyrkland 17 stig, Nasya Dimitrova Búlgaría 10 stig.

Kína-Kanada 3-0 (25-21, 25-21, 25-13)
Stigahæstar: Zhu Ting Kína 14 stig, Kiera Van Ryk Kanada 11 stig.

Riðill C

Rússland-Kazakstan 3-0 (25-21, 25-21, 25-22)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 17 stig, Polina Rahimova Azerbaijan 19 stig.

Trinidad og Tóbagó-Tæland 1-3 (17-25, 17-25, 25-23, 11-25)
Stigahæstar: Thatdao Nuekjang Tæland 17 stig, Krystle Esdelle Trinidad og Tóbagó 15 stig.

Bandaríkin-Suður-Kórea 3-1 (19-25, 25-21, 25-21, 25-18)
Stigahæstar: Jeongah Park Suður-Kórea 26 stig, Kelly Murphy Bandaríkin 18 stig.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.