[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Serbía með frábæran sigur á Brasilíu

HM kvenna hélt áfram í dag en þá var leikið í A-riðli og D-riðli. Serbía og Holland eru enþá ósigruð í sínum riðlum en bæði lið unnu 3-0 sigra í dag. Hollendingar unnu spræka Kamerúna í morgun en þurftu að hafa fyrir hlutunum þrátt fyrir 3-0 sigur.

Það voru hinsvegar Serbía sem stálu senunni í dag en þær mættu liði Brasilíu í stórleik dagsins, en búist er við að bæði lið verið í baráttu um verðlaun á þessu móti. Serbía voru hinsvegar betri á öllum sviðum leiksins í dag, hvort sem um var að ræða sóknarlega eða varnarlega. Þær hreinlega völtuðu yfir þær brasilísku og unnu öruggan 3-0 sigur. Serbía litu frábærlega út í dag og ljóst að með svona spilamennsku eru þær til alls líklegar á þessu móti.

Leikir dagsins:

Riðill A

Þýskaland-Argentína 3-0 (25-21, 34-32, 25-18)
Stigahæstar: Louisa Lippmann Þýskaland 23 stig, Lucia Fresco Argentína 15 stig.

Holland-Kamerún 3-0 (25-16, 26-24, 25-18)
Stigahæstar: Celeste Plak Holland 23 stig, Laetitia Bassoko Kamerún 17 stig.

Mexíkó-Japan 0-3 (15-25, 15-25, 15-25)
Stigahæstar: Miyu Nagaoka Japan 14 stig, Andrea Rangel Mexíkó 10 stig.

Riðill D

Dóminíska Lýðveldið-Kazakstan 3-0 (25-22, 25-15, 25-19)
Stigahæstar: Prissilla Brens Dóminíska Lýðveldið 14 stig, Sana Anarkulova Kazakstan 8 stig.

Púertó Ríkó-Kenýa 3-0 (25-20, 25-22, 25-15)
Stigahæstar: Daly Santana Púertó Ríkó 18 stig, Mercy Moim Kenýa 11 stig.

Serbía-Brasilía 3-0 (25-21, 25-18, 25-19)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 24 stig, Tandara Caixeta Brasilía 9 stig.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.