[sam_zone id=1]

Tímabilið farið af stað hjá Hristiyan í Þýskalandi

Hristiyan Dimitrov og félagar hans í AlpenVolleys Haching II hófu tímabilið sitt í þýsku annarri deildinni suður fyrir stuttu síðan.

Liðið hefur nú þegar leikið tvo leiki og hafa úrslitin ekki verið þeim í hag. Fyrri leikurinn var útileikur á móti meisturum síðasta tímabils, Grafing. Þann leik unnu Grafing nokkuð þægilega 3-0 þar sem hrinunum lauk 25-12, 25-19 og 25-19. Síðari leikurinn var einnig útileikur en í það skiptið á móti Hammelburg. Sá leikur var töluvert meira spennandi en sá fyrri en honum lauk 3-2 fyrir gestgjöfunum. (25-15, 23-25, 23-25, 25-18, 15-6)

Í deildinni er hefð fyrir því að velja besta leikmann hvors liðs fyrir sig í hverjum leik og veita þeim verðlaun, öðrum þeirra gullverðlaun og hinum silfur. Hristiyan varð margoft fyrir valinu á síðasta tímabili og virðist enn hafa pláss á verðlaunahillunni þar sem hann fékk silfurverðlaun í leiknum þeirra gegn Grafing.